Atvinna, virkni og frístundir

Fólki með langvarandi stuðningsþarfir er boðin þjónusta í formi virkni, hæfingar, umönnunar og afþreyingar. Iðja hæfing er á Sauðárkróki, Hvammstanga og Blönduósi.

Umsóknir fyrir frístundaþjónustu í Húnaþingi vestra má senda inn á mínum síðum Húnaþings vestra.

Umsóknir fyrir iðju í Húnaþingi vestra má senda inn á mínum síðum Skagafjarðar.

Atvinna með stuðningi ( AMS ) er árangursrík leið fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði. Vinnubrögðin fela í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skrerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað. Frekari upplýsigar er að finna á vef Vinnumálastofnunar þar sem hægt er að sækja um.

Á Hvammstanga er starfrækt hæfingarstöð. Markmiðið er að veita þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og/ eða starfsþjálfun. Áhersla er lögð á félagslega hæfingu og endurhæfingu í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar, auka hæfni fatlaðs fólks til starfa og þátttöku í daglegu lífi ásamt því að gefa fólki kost á að sækja dagþjónustu við hæfi utan heimilis. Um er að ræða margþætta þjálfun/örvun, félagslega, andlega og líkamlega. Sem dæmi um félags- hreyfi- og líkamsþjálfun má nefna sjúkraþjálfun, sund, reiðþjálfun, dagsferðir, skipulagðar gönguferðir, líkamstjáning og söng. Samvinna er við sjúkraþjálfara þegar það á við.

Einnig er hægt að bóka símtal hjá ráðgjafa eða í síma 455-2400.

Var efnið á síðunni hjálplegt?