Húsnæði fyrir fatlað fólk

 

Fatlað fólk sem fellur undir reglur Skagafjarðar um félagslegt húsnæði getur sótt um félagslega leiguíbúð Skagafjarðar á Mínum síðum. Á eyðublaðinu skal merkja við ef þörf er á sérúbúnu eða sérstöku húsnæði vegna fötlunar og skal þá gera mat á þeirri þörf áður en íbúð er útlutað. Þjónustukjarnar þar sem veitt er sólarhringsþjónusta eru á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga.

Umsóknir fyrir almennar félagslegar íbúðir í Húnaþingi vestra má senda inn á mínum síðum Húnaþings vestra.

Einnig er hægt að bóka símtal hjá ráðgjafa.

Einn búsetukjarni er á Hvammstanga fyrir fatlaða í Grundartúni. Þar búa í 4 íbúðum einstaklingar sem veitt er sértæk þjónusta og stuðningur við heimilishald og athafnir daglegs lífs. Forstöðumaður er Jón Ingi Björgvinsson (joningi@skagafjordur.is).

 

Síðast uppfært í júlí 2024

Var efnið á síðunni hjálplegt?