Notendasamingar

Markmið notendasamninga er að auka val einstaklinga og barnafjölskyldna um þjónustuform og fyrirkomulag stuðnings, að undangengnu faglegu mati. Notendasamningur felur í sér að notandi stjórnar því hver veitir aðstoðina, hvenær hún er veitt og hvernig, þannig að best henti hverjum og einum.
Notendasamningar geta verið í formi beingreiðslusamnings, þar sem notandi sér alfarið um starfsmannahald sjálfur, eða þannig að notandi stýrir sjálfur þjónustu við sig þó að þeir sem aðstoði hann séu starfsmenn sveitarfélagsins.

Inntak notendasamnings er að þjónustuþörf notanda er metin í tilteknum fjöldaklukkustunda á mánuði á grundvelli laga, reglna og faglegu mati fagteymis. Notanda er þó skylt að gæta að réttindum aðstoðarfólks í starfi þeirra. 

Hægt að bóka símtal hjá ráðgjafa eða í síma 455-2400 til að fá frekari upplýsingar eða undirbúa umsókn.

Uppfært í júlí 2024

Var efnið á síðunni hjálplegt?