Stuðningsfjölskyldur

Stuðningsfjölskyldur veita foreldrum barna stuðning við foreldrahlutverkið. Hlutverk þeirra er m.a. að veita foreldrum tækifæri til hvíldar, styrkja stuðningsnet barnanna og auka möguleika þeirra á félagslegri þátttöku. 

Foreldrar fatlaðra barna eða aðstandendur geta fyllt út Umsókn um stuðnings- og stoðþjónustu á mínum síðum eða bókað símtal hjá ráðgjafa. Einnig er hægt að bóka símtal í síma 455-2400.

Sótt er um rekstrarleyfi sem stuðningsfjölskylda hjá Gæða – og eftirlitsstofnun velferðarmála. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?