Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps

Fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 26. ágúst 2024 kl. 14:00 Kjörseyri.

Fundarmenn

 

Ingimar Sigurðsson, formaður

Sigrún Waage

Hannes Hilmarsson

Fundur haldin hjá fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps að Kjörseyri 26. ágúst 2024 kl 14.00

Mættir voru undirritaðir.

Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.

Tekin var ákvörðun um að hækka fjallskil frá fyrra ári um 8% og hækki því á vetrarfóðraða kind úr kr 125 í kr 135. Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila hækki úr 6500 í kr 7000

Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 14. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 13. september.

Önnur leit verður laugardaginn 28. september.

Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 29. september kl 13.00

Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.

 

Búið er að fara yfir safngirðingu, sem er í nokkuð góðu standi, endurnýja þyrfti net meðfram afleggjara að vestanverðu.

Leggja þarf áherslu á að bera viðarvörn á rétt sem fyrst og endurnýja eitthvað tréverk.

Óvíst er að tími eða veður leyfi á þessu ári.

 

Þar sem breyting hefur orðið á nýtingu Gilhaga austan þjóðvegar, mun sá aðili sem nýtir landið til beitar sjá um smölun á því landi.

Fjallskil Mela vegna Gilhaga felld niður vegna þess.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 15.00

Var efnið á síðunni hjálplegt?