Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 9. ágúst 2023 kl. 17:00 Bálkastöðum I.
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld
Stjórn hittist til að ræða fjallskilaseðil og uppfæra. Mat á fjallskilaskyldri vinnu almennt hækkuð um 5% og akstur um 5%. Tölur stilltar af.
Göngur verði 7. Sept. og réttað verði 9. Sept. laugardag.
Önnur leit fari fram laugardaginn 16. september. Nema veður hamli.
Veður skoðað og metið hvort skuli fara fyrr enn þann 16.
Fyrri heimalandasmölun skal fara fram 30. september og skilarétt
sunnudaginn 1. október kl. 10:00 – Seinni laugardaginn 14. Október.
Formanni falið að klára setja upp og senda fjallskilaseðil.
Fjallskilastjórn furðar sig á því að ekki séu komnar neinar leiðbeiningar varðandi göngur og réttir, vegna riðu smita fyrr á árinu í miðfjarðarhólfi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 18:20