Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 2. september 2024 kl. 21:00 Bálkastöðum I.
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld
1. Stjórn ræddi um göngur og réttir, og verkefni sem þyrftu að klárast fyrir þær.
2. Stjórn ræddi um uppgjör á viðhaldi girðinga og vega
formanni falið að heyra í mönnum og hvetja til að skila inn
reikningum sem fyrst til sveitarfélagsins.
3. Stjórn ræddi um að sækja þyrfti um meira fé til viðhalds girðinga, eftir að milli girðinguni á milli miðfjarðarafréttar og afréttar hins gamla staðarhrepps er kominn upp alla leið.
4. Stjórn ræddi um tillögur að fjárbeiðni til fjárhagsáætlunar 2025 stjórn lagði til eftirfarandi og formanni falið að senda inn til skrifstofu.
o Heiðargirðing, farið fram á 1.250.000kr. til viðhalds girðingar.
o Hrútatungurétt, farið fram á 300.000kr. til viðhalds réttar.
o Skútaskáli, farið fram á 300.000kr. til viðhalds skála og hesthúss.
o Fossselsvegur, farið fram á 1.200.000kr. til viðhalds vegar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 22:30