Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 27. ágúst 2020 kl. 00:00 .
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld
Jóhann Böðvarsson
Jón Kristján.
Fundur í fjallskilastjórn Tungubúð 27. ágúst kl. 20:30.
Stjórn hittist fyrir almennan fund í fjallskiladeild vegna Covid. Formaður fór á fund með sveitarstjóra og héraðslækni ásamt formönnum hinna fjallskiladeildanna í Húnaþingi vestra. Var á þeim fundi rætt um hvernig skyldi haga göngum og réttum í Covid ástandinu með 2ja metra reglu, grímuskyldu og 100 manna samkomutakmörkunum. Kynnti formaður hvað fór fram á fundinum. All flestir sem eiga fjárvon mættu á fundinn. Formaður kynnti bréf frá Sóttvarnaryfirvöldum og Landssambandi sauðfjárbænda. Þar var farið yfir hvað mætti og hvað ekki í göngum og réttum. Nýtt bréf hafði svo borist fyrir fundinn sem kom með nýjum reglum og kröfum. Undanþága hafði fengist frá 2ja metra reglunni í fjallaskálum. Einnig að 100 manna reglan ætti bara við um fullorðna eldri en 15 ára og það væru ekki fleiri en 100 í einu á sama tíma á öllu réttarsvæðinu. Formanni var falið að finna hliðverði og skipa sóttvarnarfulltrúa í réttina. Kvenfélagið hefur ákveðið að hafa lokaðan kaffiskúrinn en er tilbúið að leigja salernisaðstöðu. Í réttinni þarf að vera klósett og aðgengi að vaski. Einnig ætlar fjallskilastjórn að bjóða uppá grímur í rétt og fjallaskála. Í fjallaskála þarf að vera spritt/klútar og grímur. Sótthreinsiúði til að þrífa snertifleti. Miklar umræður um þetta reglu fargan. En allir á eitt sáttir að láta þetta ganga. Í rétt er óviðkomandi bannaður aðgangur. Formanni falið að raða niður fjölda sem hver bær fengi að koma með af réttarstarfsmönnum. Þeir sem ættu fé fengju flesta en þeir sem ættu fjárvon 1-2. Fundur endar í góðu spjalli og var slitið kl. 23:30.