Fjallskilastjórn Hrútfirðinga
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 20. september 2020 kl. 00:00 .
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld
Jóhann Böðvarsson
Jón Kristján
Fundur í fjallskilastjórn Hrútatungu 20. sept kl. 21:00.
Stjórn hittist í Hrútatungu til að ræða hvernig réttir og göngur hefðu gengið í þessu ástandi Covid-19. Göngur gengu ágætlega. Covid setti svip á skálann þar sem mannskapurinn var hinn rólegasti. Sóttvarnaryfirvöld lögðust gegn ofdrykkju. Eftir síðasta fund var sótt um undanþágu til að hafa allt að 150 í réttinni í einu. Sem við fengum. Það breytti miklu. Heildartala í réttum var 143 og inni í einu voru mest 98. Svo 100 manna reglan hefði sloppið. Hluti af heildarfjölda voru bílstjórar að keyra fé sem stoppuðu ekki í réttinni. Katrín í Brautarholti var hliðvörður fyrir kaffihlé. Réttarstjóri var sóttvarnarfulltrúi og hliðvörður eftir kaffihlé. Farið var yfir hvað ætti að sækja um til fjárhagsáætlunar 2021. Stjórn lagði til eftirfarandi.
- Heiðargirðing: 990 þús
- Milligirðing: 2.400 þús
- Hrútatungurétt: 360 þús
- Skútaskáli: 250 þús
- Heiðarvegir: Fosssel 850 þús, Slóði Óspaksstöðum 150 þús
- Óskað eftir 500 þús til að rífa gamlar girðingar.
Formanni falið að koma þessu á blað og senda inn til sveitarfélags.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 23:00.