Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan
Fjallskilastjórn Hrútfirðinga að austan fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 3. september 2023 kl. 18:30 að Bálkastöðum I.
Fundarmenn
Guðmundur Ísfeld, Brynjar Ottesen og Jón Kristján Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur Ísfeld
- Stjórn ræddi um komandi göngur og réttir og verkefni sem þyrftu að klárast fyrir þær.
- Stjórn ræddi um uppgjör á viðhaldi vega og girðinga formanni falið að heyra í mönnum og hvetja til að skila inn reikningum sem fyrst til sveitarfélagsins.
- Seinni part sumars kláraðist loks að girða milli girðinguna á milli miðfjarðarafréttar og afréttar hins gamla staðarhrepps og eru öllum færðar þakkir sem að verkefninu komu, vonandi léttir girðingin á smölun og færra óskilafé í réttum á komandi árum.
- Stjórn ræddi um tillögur að fjárbeiðni til fjárhagsáætlunar 2024 stjórn lagði til eftirfarandi og formanni falið að senda inn til skrifstofu.
- Heiðargirðing, farið fram á 990.000kr. til viðhalds girðingar.
- Milligirðing, farið fram á 150.000kr. til viðhalds milligirðingu.
- Hrútatungurétt, farið fram á 400.000kr. til viðhalds réttar.
- Skútaskáli, farið fram á 300.000kr. til viðhalds skála og hesthúss.
- Fosselsvegur, farið fram á 990.000kr. til viðhalds vegar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 20:00