Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 13:00 Staðarbakki.

Fundarmenn

Valgerður Kristjánsdóttir

Ebba Gunnarsdóttir

Rafn Benediktsson

12. desember 2017 kl. 13:00 kom fjallskilastjórn Miðfirðinga saman til fundar að Staðarbakka.  Mættir eru Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.

Dagskrá:

  1. Unnið að álagningu fjallskila.  Fjallskilaskilt er allt sauðfé og hross, veturgamalt og eldra þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum.  Lambsverð ákveðið  11.410,- kr.  Ákveðið að hækka verð á einingu um 3%.  Þá verður álagning á sauðfé 93 kr. og hross 651 kr. og landverð er 1,8.
  2. Leiga fyrir hesthús á Bjargarstöðum hækkuð um 100% úr 10.300,- í 20.600,-kr.
  3. Skipt var um möl í almenningi Miðfjarðarréttar og sér möl sett í hana.  Það þarf að skipuleggja bílastæði við réttina.  Stefnt er að því að bera á réttina i sumar en það er orðið aðkallandi.  Rætt um viðhald á heiðagirðingu.

Fundi slitið kl 16:00 og ekki fleira tekið fyrir.

Valgerður Kristjánsdóttir

Ebba Gunnarsdóttir

Rafn Benediktsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?