Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 11. júní 2018 kl. 13:30 .

Fundarmenn

Rafn Benediktsson
Ebba Gunnarsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir

Fjallskilanefnd Miðfirðinga fór 11. júní kl 13:30 upp í Vesturárdal ásamt Önnu Margréti ráðunaut að skoða ástand gróðurs.  Veður var milt, 11° hiti og rigning, gróður kominn vel af stað.  Upprekstur leyfður frá 12. júní 1. vagn á býli og meti bændur síðan framhaldið.  Mælist fjallskilastjórn til að menn keyri hóflega fram í byrjun.  Upprekstur hrossa er leyfður frá og með 1. Júlí. 

Rætt um viðhald á rétt og nýtt hólf fyrir hross við réttina.  Þá þarf að skipaleggja bílastæði betur þannig að bændur komist greiðlega að sínum dilk með traktor og vagn.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 16:00

Rafn Benediktsson
Ebba Gunnarsdóttir
Valgerður Kristjánsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?