Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson og Valgerður Kristjánsdóttir.  Ebba Gunnarsdóttir var í símanum.

Dagskrá:

  1. Unnið að álagningu fjallskila.  Fjallskilaskylt er allt sauðfé og hross, veturgamalt og eldra þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum.  Lambsverð er ákveðið kr. 13.916,-  Ákveðið að hækka verð á einingu um 4%.  Þá verður álagning á sauðfé 107 kr.  hross 749 kr.  landverð er óbreytt 1,8%.
  2. Leiga á hesthúsum og landi hækkar samkvæmt neysluvísitölu um 3,5%.
  3. Kostnaður hjá Fjallskilastjórn Miðfirðinga vegna COVID 19 haustið 2020 er áætlaður 271.563,- kr. og er búið að senda Ragnheiði sveitarstjóra sundurliðun á honum.  Vonast er til að fjármagn fáist í þennan auka kostnað.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl 15:00.

Valgerður Kristjánsdóttir

Rafn Benediktsson

Var efnið á síðunni hjálplegt?