Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 13:00 að Staðarbakka í Miðfirði.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson formaður, Ebba Gunnarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir og Anna Margrét ráðunautur

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:

Skoða ástand gróðurs á afrétt Miðfirðinga. Farið var í Vesturárdal. Gróður kominn vel af stað.

Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár laugardaginn 11. júní. Mælist fjallskilastjórn til að menn keyri fyrst einn vagn á býli og meti bændur síðan framhaldið.

Upprekstur hrossa leyfður frá og með 10. júlí. Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að menn sleppi tryppum á heiðina en haldi fullorðnum hrossum eftir heima. Þetta er bagalegt og torveldar smölun á haustin. Mælist fjallskilastjórn til að fullorðin hross fylgi tryppum á heiðina.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 16:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?