Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn föstudaginn 6. ágúst 2021 kl. 20:00 að Staðarbakka í Miðfirði.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson formaður, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:

  1. Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim. Ákveðið að fara í göngur 2. september fimmtudag og réttað verði laugardaginn 4. september. Stóðrétt hefst kl 7:00 Sauðfjárrétt um leið og söfnin koma til réttar.
  2. Heimalandasmölun skal fara fram 25. september og skilarétt sunnudaginn 26. september kl. 14:00.
  3. Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 4%. Verð á klst. í eftirleitum kr. 3.120-.
  4. Mikið rætt um hvort breyta eigi tíma á stóðrétt en ekki unnt að gera það þetta árið. Til þess þarf meiri tíma og undirbúning.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 23.17.

Valgerður Kristjánsdóttir fundarritari

Rafn Benediktsson

Ebba Gunnarsdóttir

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?