Laugardagur 12. nóvember 2022 klukkan 14:00 var opinn fundur haldinn í Ásbyrgi í Miðfirði til að ræða um göngur og réttir Miðfirðinga.
Mættir: Þórarinn Óli Staðarbakka 1, Pétur Torfustöðum, Valgerður Mýrum 3, Rafn Staðarbakka, Gísli Staðarbakka 2, Arinbjörn Brekkulæk, Böðvar Sigvaldi Mýrum 2, Gunnar Ægir Syðri Reykjum, Gunnar Fitjum, Ari Skarfshóli, Friðrik Brekkulæk, Gerður Reykjum, Níels Fremri Fitjum, Helga Rós Fremri Fitjum, Guðrún Fremri Fitjum, Guðrún Útibleikstöðum og Helgi Heggstöðum.
Dagskrá:
• Þórarinn Gerði grein fyrir hugmyndum Fjallskilastjórnar.
• Almennar umræður
• Samþykkt að hafa hrossa og fjárrétt ekki sama dag. Hafa fjárrétt óbreytta og hrossarétt daginn eftir á sunnudegi.
Önnur mál.
Níels vill leyfa upprekstur hrossa fyrr.
Gunnar bendir á að heiðargirðingar eru orðnar lélegar.
Helga vill gera hólf ofar til að sleppa í.
Pétur benti á að mæðiveikisgirðing sé mjög léleg enda frá ca 1950, það má varla horfa á gaddavírinn.
Gerður, fleira fé en venjulega kom austan að úr Húnahólfi.
Níels ristahlið hjá Ósi galopið, lélegt.
Þórarinn svarar fyrirspurnum. Tilbúinn til að skoða upprekstur hrossa fyrr. Viðhald á heiðagirðingu fór í að laga hólf við Bjargastaði, búið að sækja um auka fjármagn. Hann er búinn að fá sveitarfélagið með sér í lið og við munum fá ristarhlið sem hægt er að loka fyrir með loku. Þórarinn las upp greinargerð vegna viðhalds á sauðfjárvarnarveikisgirðingu sem senda á til MAST og til sveitarfélagsins.
Siggi ræddi um upprekstur sauðfjár.
Helga ræddi um upprekstur hrossa.
Valgerður benti á að fjallskilastjórn hefði ráðunaut með í ráðum til að ákveða upprekstur sauðfjár og hrossa.
Gísli hefur áhyggjur af kostnaði vegna eftirleita. Margt fé verður eftir á heiðum þrátt fyrir síma og alla tækni.
Siggi tekur undir þetta, eitthvað er að, en hvað, það veit hann ekki.
Gunnar Ægir vill fá flugleit samhliða göngum.
Rafn segir að ef 1. leit klikkar eins og núna vegna þoku þá verða eftirleitir dýrari. Rafn ræddi um göngurnar í haust.
Nú spunnust umræður um göngurnar s.l. haust sem voru erfiðar vegna þoku, notkun á hjólum, símanotkum og smölun.
• Ályktun:
Félagsfundur Fjallskiladeildar Miðfirðinga ályktar að sauðfjárveikivarnargirðing frá Ósi fram í Arnarvatn verði sett í forgang í uppgerð. Langir kalfar eru orðnir mjög lélegir og hreinlega ónýtir. Það er algjörlega óviðunandi því í Húnahólfi hefur nýlega komið upp riða en aldrei í Miðfjarðarhólfi. Magt fé kom úr Húnahólfi yfir í Miðjarðarhólf á nýliðnu hausti sem segir allt sem segja þarf um ástand girðingarinnar. Deildin skorar á MAST að hefja án tafar uppgerð á þessari girðingu til að koma í veg fyrir að riða breiðist út.
Fundi slitið klukkan 16:15.