Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 14. júní 2023 kl. 13:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Pétur Hafsteinn Sigurvaldason, Valgerður Kristjánsdóttir, Þórarinn Óli Rafnsson og Sigríður Ólafsdóttir ráðunautur.

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:

1. Skoða ástand gróðurs á afrétt Miðfirðinga. Farið var í Vesturárdal í 17° hita. Hrís sprungið út og gróður kominn nokkuð vel af stað.

Ákveðið að leyfa upprekstur sauðfjár frá og með 16. Júní föstudag. Bændur meti síðan hversu ört þeir fari með fé fram á heiðina.

Upprekstur hrossa leyfður frá og með fimmtudeginum 6. júlí. Mælist fjallskilastjórn til að fullorðin hross fylgi tryppum á heiðina.

2. Að gefnu tilefni skal tekið fram að göngur og réttir verða sem hér segir þetta árið; Sauðfjárrétt laugardaginn 9. september og Stóðrétt 10. september sunnudag. Nánar auglýst síðar.

Rætt um girðingar og viðhald þeirra.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 16:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?