Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 13. ágúst 2018 kl. 00:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.

Dagskrá:

  1. Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim.  Ákveðið að fara í göngur 6. september, fimmtudag, og réttað verði laugardaginn 8. september.  Stóðrétt hefst kl. 9:00 og sauðfjárrétt um leið og söfn komi til réttar.  Heimalandssmölun skal fara fram 29. september og skilarétt sunnudaginn 30. september kl. 14:00.
  2. Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 3%.  Verð á klst. í eftirleitum ákveðið kr. 2.500,-
  3. Eftirlit með safngirðingum falið Kjartani á Barkarstöðum.  Geirhaldslækur, Kjartani og Kristófer á Finnmörk falið að gera viðeigandi endurbætur til að reka fé yfir lækinn. 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30.

Valgerður Kristjánsdóttir

Rafn Benediktsson

Ebba Gunnarsdóttir

Var efnið á síðunni hjálplegt?