Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 18. júní 2024 kl. 00:00 .

Fundarmenn

Þórarinn Rafnsson, Pétur Sigurvaldasson, Dagbjört Diljá, Sigríður Ólafsdóttir

  1. Gróðureftirlit á heiðum.
  2. Opnun heiða.
  3. Annað.

 

Skoðað ástand gróðurs á afrétti Miðfirðinga,, farið fram í Vesturárdal og gróður þar kominn vel af stað.

Ákveðið að leyfa upprekstur á fé frá og með deginum í dag (18. júní).

 

Ákveðið að leyfa upprekstur hrossa frá og með fimmtudeginum 4. júlí.

Fjallskilastjórn mælist til þess að fullorðin hross fylgi tryppum á heiðar til að auðvelda heimtur á þeim í haust.

Þess má geta að aftur á að hafa stóðréttir á sunnudegi (8. sept) og fjárrétt laugardaginn (7. Sept)

Fjallskilastjórn vill koma því á framfæri að fólk gangi vel um Miðfjarðarétt, loki dilkum, taki rusl og sýni því skilning að þetta er mikið mannvirki sem kostar sitt að halda við og það hjálpar ekki að láta grindur og hurðir liggja og skemmast.

Ef umgengni lagast ekki við réttina þá verður fjallskilastjón að takmarka aðgang að svæðinu.

 

Rætt um girðingar og vegamál.

Ekki fleyra tekið fyrir og fundi slitið kl 13:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?