Fjallskilastjórn Miðfirðinga
Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 9. desember 2019 kl. 18:30 Staðarbakka.
Fundarmenn
Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.
Dagskrá:
- Unnið að álagninu fjallskila. Fjallskilaskylt er allt sauðfé og hross, veturgamalt og eldra þó ekki hross allt að 5 á lögbýli enda gangi þau í heimahögum. Lambsverð ákveðið kr. 12.500,-
Ákveðið að hækka verð á einingu um 5%. Þá verður álagning á sauðfé 103 kr og hross 721 kr. Landverð er 1,8%.
- Leiga á hesthúsum og landi hækkar skv neysluvísitölu um 3%.
- Rætt um framkvæmdir á árinu og fjármagn til þeirra. Hugmynd að gera hring í miðjuna á réttinni. Rafn ætlar að fá skilti til að merkja réttina og setja upp við veginn. Einnig þarf að fá nokkur ný spjöld með bæjarnúmerum. Þá þarf að skipuleggja bílastæði við réttina. Borið var á réttina í sumar og ráðinn til verksins Guðmundur Magnússon. Hann leysti verkefnið vel.
- Formaður greindi nefndinni frá því að laun fyrir vinnu við heiðagirðingar hafi skv ákvörðun landbúnaðarráðs ekki hækkað milli áranna 2018 og 2019. Nefndin furðar sig á því að á meðan að launavísitala hækkar um ca 5% milli áranna þá sitji þessi hópur algjörlega eftir. Nefndin skorar á Landbúnaðarráð að endurskoða þessa ákvörðun sína og hækka taxtann til að auðvelda mannaráðingar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21:00
Valgerður Kristjánsdóttir, ritari
Rafn Benediktsson, formaður
Ebba Gunnarsdóttir