Fjallskilastjórn Miðfirðinga

Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn sunnudaginn 30. ágúst 2020 kl. 19:00 Staðarbakka.

Fundarmenn

Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir og Guðrún Helga Magnúsdóttir.

Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir

Dagskrá:  Göngur og réttir. 

Til að lágmarka fjölda sem kemur saman í réttinni hverju sinni er stefnt að því að:

  • Núpsheiðarsafn komi fyrst til réttar kl 11:00
  • Húksheiði komi til réttar kl 13:00
  • Aðalbólsheiðir komi til réttar kl 15:00

Hrossarétt hefst kl 6:30

Fjallskilastjórn mun útdeilda miðum niður á bæi.  Ebba er búin að útbúa miða fyrir bæina.

  • 1 miði á bæ sem á fjárvon í réttinni en það ættu að vera 12 bæjir
  • 6 miðar á bæ sem á færri en 200 ær á heiði
  • 9 miðar á bæ sem á fleiri en 200 ær á heiði.

Hliðvörslumenn eru; Guðrún Helga Magnúsdóttir, Rannvegi Erla Magnúsdóttir og Eva Guðrún G. 

Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 marka hámarksreglu.  Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin takmörkunum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?