Fjallskilastjórn Vatnsnesinga

Fjallskilastjórn Vatnsnesinga fjallskilastjórnar haldinn fimmtudaginn 22. ágúst 2019 kl. 17:00 Hamarsrétt Vatnsnesi.

Fundarmenn

Þormóður Ingi Heimisson

Ágúst Þorbjörnsson

Auðbjörg Kristín Magnúsdóttir

Fundargerð ritaði: Þormóður Ingi Heimisson

Fundur í stjórn Fjallskiladeildar Vatnsnesinga var haldinn þann 22. ágúst 2019 í Hamarsrétt.

Farið var yfir Fjallskilaseðil og bústofnstölur. Helstu breytingar eru að gangnamat hækkar úr 3.500kr í 5.000 kr.

Þá er breyting að Sauðárbændur skipta við Sauðadalsá um gangnamann milli svæða. Sauðadalsá bætir við sig manni á miðhluta svæðisins og gangnamaður Sauðár þar fellur út. Þá sendir Sauðá 5. manninn á Útfjallið en Sauðadalsá fækkar þar um 1 mann. 

Þá fór stjórn yfir framkvæmdir við endurbyggingu Hamarsréttar sem eru á áætlun og mun sækja um framlag til Sveitarfélagsins til ársins 2020 í lokaáfangann.

Stjórn ákvað að fjölga ekki gangamönnum þetta haustið en skoða þessi mál betur að ári útfrá árangri við smölun haustsins.

Stjórn Fjallskiladeildar Vatnsnesinga

Var efnið á síðunni hjálplegt?