Fjallskilastjórn Víðdælinga
Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 12. apríl 2023 kl. 20:00 Víðihlíð.
Fundarmenn
Dagný Ragnarsdóttir Maríanna Eva Ragnarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir Ingvar Ragnarsson
Júlíus Guðni Antonsson Jón Árni Magnússon
Hilmar S. Birgisson
Pétur Snær Sæmundsson
Fundargerð ritaði: Maríanna Ragnarsdóttir
Fundur í fjallskilastjórn Víðdælinga, haldinn í Víðihlíð 12. Apríl 2023, kl. 20:00
Boðaðir til fundarins eru fjallskilastjórn Haukagils- og Grímstunguheiðar ásamt formanni
landbúnaðarráðs Húnabyggðar sem og formanni landbúnaðarráðs Húnaþings vestra.
Tilefni fundarins: samningaviðræður vegna ágangs fjár frá Haukagils- og Grímstunguheiði.
Mættir eru undirritaðir.
Dagný Ragnarsdóttir setur fund og biður Sigríði Ólafsdóttur um að stýra umræðum. Maríanna
Ragnarsdóttir ritar fundargerð.
Farið yfir ýmsar tillögur að lausn mála og skipst á skoðunum um þær.
Tillögur fjallskilastjórnar Víðdælinga fela í sér að það myndu vissir bæir greiða af sínu fé til
deildar Víðdælinga og fá upprekstrarrétt, eða að fjallskiladeild Haukagils- og Grímstunguheiðar
leggi til 24 dagsverk í fyrri og/eða í seinni göngur og að viðkomandi væru þá hluti af
gangnaflokki Víðdælinga.
A-Húnvetningar fari með þessar tillögur og leggi fyrir sína deild, næsti fundur ákveðinn 13.júní.
Fundi slitið kl. 21:00