Fjallskilastjórn Víðdælinga
Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 8. ágúst 2023 kl. 00:00 Syðra-Kolugili.
Fundarmenn
Maríanna Eva Ragnarsdóttir
Dagný Ragnarsdóttir
Ingvar Ragnarsson
Fundargerð ritaði: Maríanna Eva Ragnarsdóttir
1. Álagning fjallskila og niðurjöfnun verka.
Framtalið fjallskilaskylt búfé 2023:
Sauðfé = 4.434
Hross = 960 x 6 einingar = 5.760
Samtals 10.194 einingar
Göngur hefjast 4. September, réttað er í Valdarásrétt 8. september kl.9:00 og í Víðidalstungurétt 9.
september kl 10:00.
Seinni göngur hefjast föstudaginn 15. september og verða í 3 daga.
Fyrri heimalandasmölun verður 23. september og réttað í Víðidalstungurétt 24. september.
Seinni heimalandasmölun verður 14. október, réttaði í Víðidalstungurétt 15. október kl. 10:00.
Stóðsmölun er föstudaginn 6. október og réttað laugardaginn 7. október kl 11:00.
Ákveðið að hækka dagsverkið í kr. 20.000,- og lækka einingaverðið úr kr. 440 í kr. 400,- .
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl 16:30