Fjallskilastjórn Víðdælinga

Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn miðvikudaginn 24. júlí 2024 kl. 19:00 .

Fundarmenn

Mætt voru Dagný S. Ragnarsdóttir, Ingvar F. Ragnarsson og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður, í stað Maríönnu E. Ragnarsdóttur.

Efni fundar var bréf sem barst fjallskilastjórn frá Garðari V. Gíslasyni og Maríönnu E. Ragnarsd. bændum í Stórhól, þar sem þau óska eftir niðurfellingu fjallskila á sauðfé. Rökstuðningur fyrir niðurfellingu er að þau mega ekki nýta afréttinn næstu 2 árin vegna sóttvarnarreglna sökum riðu.

Með vísan til 9.gr. Fjallskilasamþykktar Húnaþings vestra samþykkir fjallskilastjórn að fella niður 50% af fjallskilum sauðfjár í Stórhól.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:20.

Var efnið á síðunni hjálplegt?