Bréf sem borist hafa fjallskilastjórn:
- Frá Eggerti og Þóru í Enniskoti. Þau óska eftir leyfi frá fjallskilastjórn að reka hrossin sín í Krók og hafa þau þar fram að réttum vegna þess hve illa hefur gengið að fá þau heim af heiðinni undanfarin ár. Fjallskilastjórn samþykkir beiðnina.
- Frá Kristínu og Ólafi í Miðhópi. Þau hafa verið sl. 25 ár með umsjón í Gaflssmölun (stóðsmölun) og telju nú tímabært að hætta. Fjallskilastjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf og samþykkir ósk þeirra.
Fjallskiladeild Víðdælinga fær eftirfarandi fjárframlög frá Húnaþingi vestra:
Réttir: kr. 100.000
Fjallaskálar: kr. 500.000
Með framlagi frá Vegagerð ríkisins og sveitarfélagi fengust kr. 1.600.000 í styrkvegi.
Girðingar: kr. 1.250.000
Landbúnaðarráð samþykkir að taxti fyrir vinnu við heiðagirðingar á árinu 2024 verði kr. 3.700/ klst, kr 3.700 á fjórhjól/klst og kr.3.900/klst á sexhjól. Ofan á þetta leggst 24% vsk.
Álagning fjallskila. Eining ákveðin kr. 400, dagsverk kr. 20.000.
Framtalið fjallskilaskylt búfé 2024:
Sauðfé = 3.825
Hross = 1.307 x 6 einingar = 7.842
Samtals 11.667 einingar
Göngur hefjast mánudaginn 2.september, réttað í Valdarásrétt 6.september og í í Víðidalstungurétt 7.september.
Seinni göngur hefjast 13.september og verða í 3 daga.
Fyrri heimalandasmölun verður 21.september, réttað í Víðidalstungurétt 22.september.
Seinni heimalandasmölun verður 12.október og réttað 13.október í Víðidalstungurétt.
Stóðsmölun verður 4.október og réttað 5.október 2024.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:00