Fjallskilastjórn Víðdælinga
Fjallskilastjórn Víðdælinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 25. júní 2018 kl. 20:00 Að Sindrastöðum í Víðidal.
Fundarmenn
Ísólfur Líndal Þórisson Júlíus Guðni Antonsson
Gunnar Þorgeirsson Maríanna E. Ragnarsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir Sigtryggur Sigurvaldasson
Fundargerð ritaði: Kristín Guðmundsdóttir
- Fráfarandi fjallskilastjórn boðaði til fundarins farið yfir helstu verkefni nefndarinnar og hvað framundan er. Að loknum þeim lið véku þau af fundi. Þökkum þeim fyrir vel unnin störf.
- Stjórnin fór yfir verkefnin sem fyrir liggja og skipti verkunum milli sín. Formaður Ísólfur Líndal Þórisson, ritari Kristín Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Gunnar Þorgeirsson.
- ,,Verndun Stórasands‘‘ rætt var um verkefnið og tillögu landbúnaðarnefndar um að halda kynningarfund um málið innan fjallskiladeildarinnar, skipst var á skoðunum og niðurstaðan var sú að ekki væri áhugi hjá meirihluta stjórnar á þessu verkefni og því ekki þörf á að halda kynningarfund.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið