Fundur haldin hjá fjallskilastjórn fyrrum Bæjarhrepps að Kjörseyri 28. ágúst 2017 kl 20.00
Mættir voru undirritaðir.
Farið var yfir leitarseðil og helstu atriði uppfærð í samræmi við nýjustu upplýsingar.
Samþykkt var að fjallskil verði óbreytt frá fyrra ári og séu því á vetrarfóðraða kind kr 88. Einnig var samþykkt að greiðslur til jöfnunar fjallskila verði óbreytt kr 5700
Samkvæmt fjallskilareglugerð Húnaþings vestra skal réttað í Hvalsárrétt laugardaginn 16. september og Kvíslarland verður leitað föstudaginn 15. september.
Önnur leit verður laugardaginn 30. september.
Réttað verður í Hvalsárrétt sunnudaginn 1. október kl 13.00
Formanni falið að ganga frá leitarseðli og koma honum til dreifingar.
Hvalsárrétt: Unglingavinna sá um að koma viðarvörn á allt tréverk í Hvalsárrétt. Ákaflega vel unnið og umgengni til fyrirmyndar. Vill stjórn koma á framfæri þakklæti til viðkomandi fyrir vel unnin störf.
Samþykkt var að nýta 200.000 króna fjallvegastyrk til lagfæringar á vegi fram í Kvíslar. Ákveðið var að fela formanni umsjón með því verki.
Formaður ræðir við Björgvin Skúlason um viðhald á réttargirðingu. Bráðnauðsynlegt er að endurnýja um 300m kafla.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 21.15
Ingimar Sigurðsson formaður (sign)
Hannes Hilmarsson (sign)
Jónas Jónasson (sign)