Fundur í fjallskilastjórn Miðfirðinga
Fundur í fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn mánudaginn 14. ágúst 2017 kl. 20:30 Staðarbakka Miðfirði.
Fundarmenn
Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir
Dagskrá:
- Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim. Ákveðið að fara í göngur 7. september, fimmtudag, og réttað verði laugardaginn 9. september.
- Stóðrétt hefst kl 9:00. Sauðfjárrétt strax og söfn komi til réttar. Heimalandssmölun skal fara fram 23. september og skilarétt sunnudaginn 24. september kl 14:00.
- Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 5%. Verð á klst í eftirleitum ákveðið kr. 2.415,-
- Rætt um viðhald á rétt. Það þarf að skipta um jarðvel í almenning fyrir réttir. Gunnlaugi á Söndum falið að útvega efni og koma því fyrir. Einnig þarf að kaupa fúavarnaefni á réttina.
- Vinna við styrkvegi verður framkvæmd í ágúst og áhersla lögð á Núpsdal.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl 23:50.