Fjallskilastjórn Miðfirðinga
Fjallskilastjórn Miðfirðinga fjallskilastjórnar haldinn þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 13:00 Að Staðarbakka, Miðfirði.
Fundarmenn
Rafn Benediktsson, Ebba Gunnarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: Valgerður Kristjánsdóttir
Dagskrá:
- Niðurjöfnun fjallskila og mat á þeim. Ákveðið að fara í göngur 3. september, fimmtudag, og réttað verði laugardaginn 5. september. Stóðrétt hefst kl. 8:30 og sauðfjárrétt um leið og söfnin koma til réttar. Heimalandssmölun skal fara fram 26. september og skilarétt sunnudaginn 27. september kl. 14:00.
- Rætt um mat á fjallskilaskyldri vinnu og ákveðið að hækka hana um 4%. Verð á klst. í eftirleitum ákveðið kr. 3.000,-
- Búið er að lagfæra safngirðinguna við Bjargastaði en eftir er þó að lagfæra vesturhliðina og verður það gert næsta sumar ef fjárveiting fæst.
- Erindi frá Lögfræðistofu Inga Tryggvasonar ehf. vegna fjallskila jarðarinnar Efri-Fitjar tekið fyrir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að hún sér enga fyrirstöðu á að jörðin Efri–Fitjar verði flutt í fjallskiladeild Miðfirðinga en telur jafnframt eðlilegt að báðar jarðirnar Efri og Neðri – Fitjar tilheyri sömu fjallskiladeild.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00.