Sveitarstjórn

374. fundur 09. nóvember 2023 kl. 15:00 - 16:56 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Þorleifur Karl Eggertsson oddviti
  • Magnús Magnússon varaoddviti
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
  • Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður
  • Ingveldur Ása Konráðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá
Oddviti setti fund. Óskaði oddviti eftir því að bæta á dagskrá 1196. fundi byggðarráðs frá 6. nóvember sem yrði 4. dagskrárliður og skýrslu sveitarstóra sem 13. dagskrárliður. Dagskrárliðir 4. - 11. útsends fundarboðs yrðu því 5. - 12. dagskrárliðir. Samþykkt samhljóða og gengið til dagskrár.

1.Fundargerð 1193. fundar byggðarráðs frá 16. október 2023

Málsnúmer 2310007FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Fundargerð 1194. fundar byggðarráðs frá 23. október 2023

Málsnúmer 2310008FVakta málsnúmer

Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi kl. 15:07. Magnús Magnússon varaoddviti tók við stjórn fundarins.

2310057 Umsókn um lóðina Höfðabraut 36.
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Þorleifur Karl Eggertsson kom til fundar kl. 15:09 og tók við fundarstjórn að nýju.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fundargerð 1195. fundar byggðarráðs frá 30. október 2023

Málsnúmer 2310014FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fundargerð 1196. fundar byggðarráðs frá 6. nóvember 2023

Málsnúmer 2310016FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisráð - 362

Málsnúmer 2310015FVakta málsnúmer

5.1. 2310049 Holtavörðuheiðarlína 3, umsagnarbeiðni á matsáætlun.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5.2. 23110079 Ytri-Reykir, umsókn um stofnun lóðar fyrir safntank vatnsveitu.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5.3. 2311009 Hvoll lóð 8, umsókn um niðurrif.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5.4. 2311008 Smáragil, umsókn um stofnun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5.5. 2311007 Laugarbakki Höfði, afmörkun lands.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.
5.6. 2310059 Skrúðvangur, afmörkun lóðar.
Dagskrárliðurinn borinn undir atkvæði og samþykktur með 7 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Mikilvægt er að forsendur sem koma að lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3, er hvernig hún tengist byggðalínu og orkuafhendingu í landinu. Lagt er til að tengja háspennulínu og umhverfismati sem gerir grein fyrir þörfina á að halda núverandi línu í notkun og tilgangi hennar ásamt endurbótum sem gætu verið nauðsynlegar vegna aldurs hennar.
    Í ljósi þess að jarðstrengir spila mikilvægt hlutverki í orkuflutningi, er nauðsynlegt að móta umhverfismatsskýrslu sem gagnast öllum hagsmunaaðilum og tekur tillit til umhverfisáhrifa.

    Nefndin leggur til að í umhverfismatsskýrslu, sé gerð grein með rökum hvernig valkostirnir gætu haft áhrif á óbyggðina og hvernig það tengist verndarmarkmiðum um óbyggð víðerni landsins.

    Nefndin leggur til að umhverfismatsskýrsla verði rökstutt og ítarlega gerð grein fyrir hvaða umhverfis- og samfélagslegir þættir vega þyngst við val á aðalvalkosti og hvernig mótvægisaðgerðir sem koma til greina munu draga úr neikvæðum áhrifum.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi umsögn verði komið á framfæri.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun umsækjanda og aðliggjandi landeiganda.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja niðurrif á sumarhúsi F2243381 með fyrirvara um skriflega undirritun umsækjanda á umsókn.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar og nýtt staðfang með fyrirvara um undirritun aðliggjandi landeiganda.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 362 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja afmörkun lóðar samkvæmt þinglýstum gögnum og nýtt staðfang.

6.Fundargerð 241. fundar fræðsluráðs frá 26. október 2023

Málsnúmer 2310012FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fundargerð 249. fundar félagsmálaráðs frá 25. október 2023

Málsnúmer 2310011FVakta málsnúmer

Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fundargerð 204. fundar landbúnaðarráðs frá 2. nóvember 2023

Málsnúmer 2310009FVakta málsnúmer

2310087 Alvarleg staða í landbúnaði.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
„Sveitarstjórn tekur undir bókun landbúnaðarráðs og gerir að sinni:
Húnaþing vestra býr yfir þeirri miklu gæfu að vera gjöfult landbúnaðarhérað. Hér hefur landbúnaður byggst upp í sátt við land og fólk sem hefur skilað sér í því að héraðið er eitthvert grónasta hérað landsins og vel fallið til matvælaframleiðslu af ýmsu tagi. Þéttbýli og dreifbýli reiðir sig á hvert annað, ungir bændur sjá sér hag í að setjast hér að sem er ótvírætt gæðamerki á það landsvæði sem við búum í. Miklar kostnaðarhækkanir og hátt vaxtastig undanfarin misseri hafa hins vegar haft veruleg áhrif á rekstrarumhverfi flestra búgreina og nú er svo komið að fjölmargir bændur íhuga að bregða búi vegna stöðunnar. Ekki hvað síst á það við um bændur sem hafa nýlega hafið rekstur og eru þar með, eðli málsins samkvæmt, skuldsettari en aðrir.
Stjórnvöld hafa undanfarin misseri farið fögrum orðum um hina nýkrýndu matvæla- og landbúnaðarstefnu ásamt því að hugtakinu fæðuöryggi er flaggað á tyllidögum. Nú verða orðum að fylgja efndir. Stefna í fæðu- og matvælaöryggisstefnum þarf að vera þannig útfærð að bændum sé raunverulega kleift að stunda matvælaframleiðslu.
Sveitarstjórn skorar hér með á stjórnvöld að fylgja eftir eigin landbúnaðarstefnu og sjá til þess að ungir bændur, sem og aðrir bændur, geti skammlaust lifað af sínum búskap eins og almennt er álitið sjálfsagt hjá nágrannaþjóðum okkar.“

2310002 vetrarveiði á ref veturinn 2023-2024.
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Endurskoðað erindisbréf öldungaráðs

Málsnúmer 2311017Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf öldungaráðs.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Samþykkt um stjórn Húnaþings vestra, drög til fyrri umræðu

Málsnúmer 2311016Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um stjórn Húnaþings vestra og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

GJALDSKRÁR TIL SÍÐARI UMRÆÐU
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hirðu, móttöku- og flokkunarstöð úrgangs í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hreinsun og losun rotþróa í Húnaþingi vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hvammstangahöfn, hafnarsjóð.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Vatnsveitu Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Brunavarna Húnaþings vestra.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá gatnagerðargjalda.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingarfulltrúa.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlun ársins 2024 ásamt 3ja ára áætlun fyrir sveitarsjóð Húnaþings vestra og undirfyrirtæki.

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu tillaga að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja fyrir árið 2024, ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2025 - 2027. Lögð fram svohljóðandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2024, ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2025 - 2027.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

GREINARGERÐ MEÐ FJÁRHAGSÁÆTLUN 2024
Þegar unnið var í fjárhagsáætlun ársins 2023 var stuðst við þjóðhagsspá að sumri, útgefinni af Hagstofu Íslands 27. júní 2022. Á þeim tíma var spáð 4,9% verðbólgu árið 2023 og 3,3% árið 2024 og að hún myndi nálgast 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands frá árinu 2025. Í október 2022 var verðbólga hins vegar 9,3% og því orðnar heldur minni líkur á því að spáin myndi standast. Því var gert ráð fyrir 6,3% verðbólgu árið 2023 á lánasafn Húnaþings vestra. Verðbólgan í október 2023 var 7,9%. Þessi háa verðbólga hefur veruleg áhrif á fjárhag Húnaþings vestra og ber fjárhagsáætlun 2024, ásamt 3ja ára áætlun þess veruleg merki.

Í fjárhagsáætlun ársins 2023 var gert ráð fyrir 250 milljóna lántöku eignasjóðs. Var fjármagnskostnaður ársins 2023 áætlaður 104,8 milljónir og 82,5 árið 2024. Þegar áhrif hærri verðbólgu umfram áætlun eru skoðuð á lánasafnið, yrði fjármagnskostnaður ársins 2023 117,5 milljónir og 98,4 milljónir árið 2024. Því hefur verið brugðið á það ráð að ganga frekar á handbært fé en auka á lántökur sveitarfélagsins. Takist það má áætla að hægt verði að lækka fjármagnskostnað samstæðunnar samtals um 69,5 milljónir á árunum 2023-2027.

Fjármagnskostnaður hefur haft veruleg áhrif á vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024. Á upphafsmetrum fjárhagsáætlunarvinnunnar voru forstöðumenn upplýstir um stöðuna, en til að verja störf og þjónustustig Húnaþings vestra er farin sú leið að draga úr öllum framkvæmdum, bæði viðhaldsverkefnum og nýframkvæmdum. Jafnframt er áformað að selja eignir til að bæta stöðu handbærs fjár í samræmi við niðurstöðu starfshóps um eignir sveitarfélagsins sem lögð var fram á 371. fundi sveitarstjórnar þann 14. september sl. Forstöðumenn eru meðvitaðir um áhrif fjármagnskostnaðar á rekstur sveitarfélagsins og sýndu þeir stöðunni mikinn skilning. Allir sem einn lögðu þeir sín lóð á vogarskálarnar til að koma með hugmyndir um hvaða leiðir væru færar til að vernda störf og þjónustustig í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Húnaþings vestra þakkar þeim fyrir ómetanlegt framlag í þessari vinnu.

Ekki er einungis óvissa um þróun verðbólgu komandi ára sem hefur mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Gildandi kjarasamningar eru allir til skamms tíma og renna langflestir út strax á vordögum 2024.

Útsvarsprósenta ársins 2024 verður óbreytt frá núlíðandi ári, eða 14,74%. Samkvæmt áætlun munu útsvarstekjur hækka um 8,66% frá árinu 2023, en 0,25% útsvarshlutans renna til málefna fatlaðs fólks. Jákvæð teikn eru á lofti um hækkandi útsvarstekjur sveitarfélagsins. Hins vegar eru útsvarstekjur pr. íbúa í Húnaþingi vestra mjög lágar, en þegar útsvar fyrstu 10 mánuði ársins 2023 er reiknað út pr. íbúa eru útsvarstekjur kr. 496.964. Á sama tíma eru útsvarstekjur pr. íbúa hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd kr. 593.718, Skagafirði kr. 572.294 og Húnabyggð kr. 531.200.

Álagning fasteignagjalda er hækkuð úr 0,4% árið 2023 í 0,475% árið 2024 en hæst má álagningin vera 0,65% með fullnýtingu álagsheimildar.Með þessu færist gjaldskráin nær gjaldskrá fasteignagjalda í sveitarfélögunum í kringum okkur. Samhliða þessu eru tekjuviðmið reglna um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega hækkuð. Áætlaðar tekjur vegna fasteignagjalda hækka um 25,21% á milli ára.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra ákvað að gjaldskrárhækkanir yrðu almennt að öðru leyti hóflegar fyrir árið 2024, eða um 5,5%. Önnur sveitarfélög hafa mörg hver gengið enn lengra og eru með áform um að hækka sínar gjaldskrár um 7,5-8%.

Þrátt fyrir að almennt séu gjaldskrár hækkaðar um 5,5%, hækkar þó hreinsun rotþróa umfram það, en erfiðlega hefur gengið að láta málaflokkinn standa undir sér. Gjaldskráin eins og hún er nú lögð fram gerir ráð fyrir óbreyttum sorphirðugjöldum frá árinu 2023. Niðurstaða sorpútboðs sem var farið í sameiginlega með Skagabyggð og Sveitarfélaginu Skagaströnd er enn ekki orðin ljós. Þegar niðurstaða liggur fyrir mun gjaldskrá sorphirðu verða endurskoðuð.

Samkvæmt þeirri áætlun sem hér er lögð fram verður rekstrarafkoma Húnaþings vestra á árinu 2024 jákvæð um 2,7 milljónir, eftir hallarekstur ársins 2023 (-82,7 millj.) og ársins 2022 (-94,0 millj.). Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri á málefnum fatlaðs fólks (48,4 millj.), mikilli hækkun lífeyrisskuldbindingar (22,3 millj.) og miklum fjármagnskostnaði (75,6 millj.).

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur sem fyrr mikið upp úr stuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna. Sveitarfélagið greiðir áframhaldandi fjárframlag til USVH, sem útdeilir því fjármagni til íþróttafélaganna í sveitarfélaginu sem gerir það að verkum að kostnaður foreldra vegna íþróttaiðkunar barna í Húnaþingi vestra er með því lægsta sem gerist á landinu. Frístundastyrkur til foreldra 6 - 18 ára barna verður áfram kr. 20.000, sem foreldrar geta nýtt á móti greiðslu vegna tómstunda barna. Íþróttafélögin, sem njóta ekki eingöngu fjárhagslegs styrks frá sveitarfélaginu heldur einnig gjaldfrjálsra afnota af íþróttamannvirkjum, bjóða upp á afar fjölbreytt íþróttastarf. Húnaþing vestra greiðir líkt og undanfarin ár akstursstyrki til foreldra í dreifbýli sem þurfa að keyra börn sín sérstaklega til og frá æfingum.

Húnaþing vestra veitir fjölmörgum félagasamtökum og menningarverkefnum styrki á árinu 2024 að fjárhæð alls 14,1 milljón króna. Því til viðbótar eru greiddir styrkir til leiklistastarfs, styrkir vegna fasteignagjalda og hitaveitu til félaga, afnota íþróttafélaga af íþróttamannvirkjum o.fl.

Í fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir að áfram verði fjármagni veitt í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra sem stofnaður var árið 2014. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf í sveitarfélaginu. Sjóðurinn hefur sannað gildi sitt og á tímum sem þessum er mikilvægt að leggja áherslu á nýsköpun og atvinnuþróun.

Fjárfestingum verður haldið í algjör lágmarki í ljósi ytri áhrifa á fjárhagsstöðu Húnaþings vestra. Áfram verður haldið með endurnýjun dreifikerfis hitaveitu á Hvammstanga og komið upp varastofnlögn inn á staðinn, sem er verk sem ekki náðist að fara í á árinu 2023 þar sem engin tilboð bárust í verkið. Lokafrágangur við viðbyggingu grunnskólans mun einnig fara fram árið 2024 og áframhaldandi endurbætur á skólalóð. Ráðist verður í uppsetningu kalds potts við sundlaugina ásamt því að áformað er að hefja framkvæmdir við endurbætur á íbúðum aldraðra í Nestúni.

Helstu forsendur fjárhagsáætlunarinnar 2024 eru eftirfarandi:

Fjármagnsliðir 2024 eru áætlaðir 105,9 milljónir, fara lækkandi í 3ja ára áætlun og verða kr. 52,6 milljónir 2027. Rétt er að geta þess að þeir voru 141,3 milljónir í ársreikningi 2022 og eru áætlaðir 105,5 milljónir í útkomuspá 2023.

Rekstrarafkoma 2024 er áætluð 2,7 milljónir, eftir 85,9 milljóna neikvæða rekstrarafkomu 2022 og áætlaða 82,7 milljóna neikvæða rekstrarafkomu í útkomuspá fyrir árið 2023.

Fjárfestingar 2024 eru áætlaðar 35,5 milljónir, en 111 milljónir árið 2025.

Lántaka 2024 er áætluð 100 milljónir, sem og árin 2025 og 2026.
Afborganir langtímalána 2024 eru áætlaðar 109,8 milljónir.

Skuldahlutfall 2024 er áætlað 68,7% og verður rétt rúm 70% árin 2025-2027.

Veltufé frá rekstri 2024 er áætlað 136 milljónir og fer hækkandi samkvæmt 3ja ára áætlun.

Veltufjárhlutfall 2024 er áætlað 1,31 og verður svipað árið 2025.
Handbært fé 2024 er áætlað 193 milljónir og svipað árið 2027.

Þrátt fyrir þrönga stöðu á komandi ári líta árin þar á eftir mun betur út. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs og undirfyrirtækja sýnir að með lækkandi verðbólgu og áhrifum þess á fjármagnskostnað muni strax á árinu 2025 gefast rými til framkvæmda að nýju. Miðað við framlagða áætlun uppfyllir sveitarsjóður öll viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Eins og fram hefur komið var við vinnu við gerð áætlunarinnar allt kapp lagt á að verja bæði störf og þjónustustig. Stór ástæða þess að það tókst er ábyrgur rekstur undanfarinna ára og ekki síst góð samvinna við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins. Vill sveitarstjórn ítreka þakkir til þeirra fyrir sína góðu vinnu og auðsýndan metnað fyrir sínum stofnunum.

13.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan var flutt munnlega og til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:56.

Var efnið á síðunni hjálplegt?