Landbúnaðarráð

218. fundur 02. apríl 2025 kl. 13:00 - 14:05 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir aðalmaður boðaði forföll og varamaður hafði ekki tök á að mæta til fundar. Ármann Pétursson varamaður boðaði forföll.

1.Vegna refa- og minkaveiði - Bréf frá félagsskap atvinnuveiðimanna

Málsnúmer 2503060Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá félagsskap atvinnuveiðimanna á ref og mink.
Landbúnaðarráð þakkar erindið.

2.Atvik í stóðsmölun í Víðidal 4. október 2024

Málsnúmer 2503054Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi vegna tjóns á hrossi við stóðsmölun.
Landbúnaðarráð vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs.

3.Minkaveiði

Málsnúmer 2503003Vakta málsnúmer

Umræður um fyrirkomulag minkaveiða 2025.
Fjármunir til minkaeyðingar á fjárhagsáætlun ársins 2025 eru takmarkaðir. Til að ná fram sem bestri nýtingu á fjámunum er sveitarstjóra falið að óska eftir samstarfi við veiðifélög á svæðinu um veiðarnar í tilraunaskyni. Ekki verði því auglýst eftir veiðimönnum að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 14:05.

Var efnið á síðunni hjálplegt?