Byggðarráð

1241. fundur 31. mars 2025 kl. 14:00 - 15:24 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Beiðni um samstarf um samræmda úttekt á vatnsveitum á Íslandi

Málsnúmer 2503048Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um samstarf við samræmda úttekt á vatnsveitum á Íslandi.
Byggðarráð samþykkir samstarf um úttekt á vatnsveitu með tilliti til aðgengis að slökkvivatni við bruna. Sviðsstjóra umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs og slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra er falið að vinna úttektina.

2.Beiðni um umsögn um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1

Málsnúmer 2412014Vakta málsnúmer

Lagt fram svar félags- og húsnæðismálaráðuneytis við beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafnar beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar.

3.Fulltrúaráðsfundur - Stapi lífeyrissjóður

Málsnúmer 2503049Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á fulltrúaráðsfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður 15. apríl 2025.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

4.Aðalfundur Veiðifélags Miðfirðinga 2025

Málsnúmer 2503057Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Veiðifélags Miðfirðinga sem haldinn verður 5. apríl 2025.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

5.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2503059Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra með ósk um að Húnaþing vestra tilnefni tengilið í vinnu við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Tengiliður Húnaþings vestra verður Þorgils Magnússon, sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs.

6.Verðfyrirspurn vegna viðgerða á ytra byrði Félagsheimilisins Hvammstanga 2025

Málsnúmer 2503065Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða verðfyrirspurnar.
Tvö tilboð bárust. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Hvammstak ehf.

7.Tillögur um starfsemi samfélagsmiðstöðvar

Málsnúmer 2503061Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að starfsemi samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir að tillögurnar verði settar í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins og haldið verði opið hús í Félagsheimilinu Hvammstanga þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar.

8.Borgarstefna - mál til umsagnar - Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

Málsnúmer 2503045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Alþingi sem sendir til umsagnar mál um borgarstefnu, 158. mál.
Byggðarráð Húnaþings vestra styður mótun heildrænnar borgarstefnu fyrir Ísland. Ráðið telur mikilvægt að í slíkri stefnu sé skýrt kveðið á um hlutverk og skyldur höfuðborgar og svæðisborgar gagnvart landsbyggðunum. Í framkomnum drögum vantar að mati ráðsins nokkuð þar upp á og meðal annars nauðsynlegt að rík áhersla sé lögð á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítalans í þjónustu við landsbyggðirnar. Einnig leggur ráðið áherslu á að til viðbótar við samgöngur á lofti er brýnt að samgöngur á landi séu viðunandi svo íbúar landsbyggðanna hafi sem best aðgengi að þjónustu í höfuðborginni. Í því sambandi vill ráðið leggja áherslu á að ráðist verði í byggingu Sundabrautar sem allra fyrst enda sýni greiningar að íbúar Húnaþings vestra sæki sér þjónustu sem ekki er veitt í nærumhverfi að mestu á höfuðborgarsvæðið. Sú framkvæmd myndi auðvelda aðgengi íbúa á vestur- og norðurhluta landsins að þjónustu í Reykjavík til mikilla muna.

Byggðarráð tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn Skagafjarðar og fleiri sveitarfélaga um að þess verði gætt að borgarstefna leiði ekki til þess að dregið verði úr nauðsynlegri uppbyggingu grunn innviða annarsstaðar á landinu m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Með öðrum orðum að stefnan leiði til uppbyggingar en ekki til frekari skerðinga á þjónustu á landsbyggðunum en orðið er.

9.Ársskýrsla Rannsóknarsetra Háskóla Íslands

Málsnúmer 2503053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Rannsóknarsetra Háskóla Íslands.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 121. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Bætt á dagskrá:

12.Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár 2025

Málsnúmer 2503070Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Víðidalsár sem fram fer 10. apríl 2025.
Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs, verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

Fundi slitið - kl. 15:24.

Var efnið á síðunni hjálplegt?