Tilkynningar og fréttir

Akstursstyrkir vegna leikskólabarna

Umsóknum um styrki vegna aksturs barna til vistunar í leikskóla tímabilið ágúst til desember árið 2012, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst.
readMoreNews

Lögheimilisflutningur / aðsetursskipti

Hér með er skorað á íbúa í Húnaþingi vestra sem ekki hafa skráð lögheimili sitt í sveitarfélaginu á árinu 2012 að gera það nú þegar og eigi síðar en 1. desember nk.
readMoreNews

Kynningarfundur

Kynning á niðurstöðum starfshóps um framtíðarskipan í skólamálum í Félagsheimilinu á Hvammstanga 27. nóvember klukkan 20.30.
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

208. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2012 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews

ÁRSHÁTÍÐ GRUNNSKÓLA HÚNAÞINGS VESTRA - FRESTAÐ

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra frestað til þriðjudags 13. nóvember.
readMoreNews

Dreifnám - Fréttatilkynning

Formleg opnun framhaldsdeildar á Hvammstanga fer fram þann 12. nóvember kl. 16:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Þann dag verður einnig opið hús í húsakynnum deildarinnar, á neðri hæð félagsheimilisins kl. 16:00-18:00. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, verður viðstödd opnunina og mun undirrita samstarfssamning milli Húnaþings vestra og FNV. Boðið verður upp á vöfflur og kaffi á efri hæðinni.
readMoreNews

Óskilahross

Í óskilum er rauður hestur 2-3 vetra, ómerktur og ómarkaður. Upplýsingar hjá Konna á Böðvarshólum í síma 451-2697.
readMoreNews

Framtíðarstarf við Iðjuna, Hvammstanga

Fræðslu- og velferðarsvið Húnaþings vestra auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og/eða reynslu af starfi með fötluðum. Um er að ræða 100 % starf á dagvinnutíma. Starfið er laust frá og með 1. janúar 2013.
readMoreNews

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin föstudaginn 9. nóvember 2012 í Félagsheimilinu Hvammstanga.  
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

206. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 15:00 í fundarsal Ráðhússins.
readMoreNews