Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012. Kjörstaður í Húnaþingi vestra er í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, gengið inn frá Kirkjuvegi. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur honum kl. 20:00. Samkvæmt lögum ber kjósendum að framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað.
Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.
Kjörskrá Húnaþings vestra vegna forsetakosninganna þann 30. júní 2012 liggur frammi á skrifstofu Húnaþings vestra frá og með 20. júní 2012 til kjördags.