Tilkynningar og fréttir

Umhverfismoli

Flugeldaleifar og annað rusl eru fylgifiskur áramóta og eru íbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og tína upp flugeldaleifar eftir gamlárskvöld. Björgunarsveitin Húnar fer að venju á nýjársdag um Hvammstanga og hirðir upp flugeldaleifar, það auðveldar þeim vinnuna sé fólk búið að safna þeim saman í hrúgu og setja við lóðamörk. Það er í lagi að setja flugeldaleifarnar í tunnuna fyrir almennt heimilissorp,  (EKKI í endurvinnslutunnuna) Ónotuðum skoteldum á að skila sem spilliefni í Hirðu.
readMoreNews

Áramótabrenna

                                                                                                                                       Kl. 21:00 á Gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennunni við Höfða, Hvammstanga og þar á eftir verður flugeldasýning í boði fyrirtækja í Húnaþingi vestra. 
readMoreNews

Hrútafjörður rafmagnsleysi

Rafmagnslaust verður í Hrútafirði frá Brandagili og norður að Reykjum í kvöld þriðjudag 27.12. 2016  frá kl 21:00 til kl 22:00 vegna vinnu við bilaða spennistöð.   Hvítabjarnarhóll endurvarpsstöð verður rafmagnslaus.   Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni

Vegna framkvæmda í íþróttamiðstöð Húnaþing vestra verður lokað í sund,þrek og íþróttasal dagana mánudaginn 2. janúar til og með laugardeginum 7. janúar. Íþróttamiðstöðin opnar aftur sunnudaginn 8. janúar. kl. 10:00 Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.                                                                                Íþrótta-og tómstundafulltrúi
readMoreNews

Hátíðarkveðja

Hátíðarkveðja Óskum starfsfólki og íbúum Húnaþings vestra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Húnaþings vestra.
readMoreNews

Frá Vatnsveitu Hvammstanga

Vegna vinnu við dreifikerfi vatnsveitu á Hvammstanga verður lokað fyrir kalt vatn á Hvammstangabraut, milli Brekkugötu og Lækjargötu, í dag 22.12.2016 milli 13:00 og 15:00.
readMoreNews

Umhverfismoli

Allur jólapappír má fara í endurvinnslutunnuna. Undanskilinn er glans „jólapappír“ sem er úr plasti og fer með plastinu í lokuðum pokum í endurvinnslutunnuna. Tilvalið er að geyma það sem heilt er, eins og t.d. skrautborða og jólapappír og nota aftur á næsta ári.
readMoreNews

Vetrarveiðar á ref

Auglýst er eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref.  Áhugasamir skili inn umsóknum þar um inn á skrifstofu Húnaþings vestra. Svæðin verða 6: Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og einn ráðinn á hvert svæði.   Í umsókn skal koma fram hvar umsækjandi ætlar að staðsetja skothús og stunda vetrarveiðar á ref. 
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga Opnunartími um jól og áramót   Þorláksmessa . . . . . . . . . . . . .  opið kl 07:00 - 19:00 Aðfangadagur jóla  . . . . . . . . . opið kl 10:00 - 13:00  fritt í sund Jóladagur  . . . . . . . . . . . . . . . . lokað Annar í jólum  . . . . . . . . . . . . . lokað Gamlársdagur . . . . . . . . . . . .  opið kl 10:00 - 13:00 Nýársdagur . . . . . . . . . . . . . .  lokað Aðra daga er opið samkvæmt venjulegum opnunartíma.   Gleðilega jólahátið!
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Framkvæmdir hafa staðir yfir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra í Víðidal í sumar og haust.  Verklegum framkvæmdum þessa árs er nú að mestu lokið og hleypt verður á stofnlögn fimmtudaginn 15. desember nk.   
readMoreNews