Umhverfismoli
Flugeldaleifar og annað rusl eru fylgifiskur áramóta og eru íbúar hvattir til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi og tína upp flugeldaleifar eftir gamlárskvöld. Björgunarsveitin Húnar fer að venju á nýjársdag um Hvammstanga og hirðir upp flugeldaleifar, það auðveldar þeim vinnuna sé fólk búið að safna þeim saman í hrúgu og setja við lóðamörk.
Það er í lagi að setja flugeldaleifarnar í tunnuna fyrir almennt heimilissorp, (EKKI í endurvinnslutunnuna) Ónotuðum skoteldum á að skila sem spilliefni í Hirðu.
30.12.2016
Frétt