Tilkynningar og fréttir

Almenningshlaup á Gamlársdag

Almenningshlaup, ætlað öllum sem vilja labba, skokka eða hlaupa í góðum félagsskap á síðasta degi ársins
readMoreNews

Hátíðarkveðja

Óskum starfsfólki og íbúum Húnaþings vestra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Húnaþings vestra.
readMoreNews

Hitaveita að Skarfshóli

Í dag, 18. desember,  hleyptu starfsmenn Hitaveitu Húnaþings vestra heitu vatni á lögn að Staðarbakka og Skarfshóli. Nú hafa allir bæir á lagnaleið hitaveitunnar að Brekkulæk, aðgang að heitu vatni og geta óskað eftir tengingu.
readMoreNews

Akstursstyrkir

Umsóknum um styrki vegna aksturs barna/unglinga á íþróttaæfingar og í tónlistarskóla árið 2015, ber að skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, Hvammstanga sem fyrst.  Sækja þarf um á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu sveitarfélagsins, einnig er hægt að nálgast þau á heimasíðunni www.hunathing.is undir liðnum eyðublöð.
readMoreNews

Formlega hleypt á hitaveitu

Stór áfangi var hjá Hitaveitu Húnaþings vestra í gær þegar vatni var hleypt á stofnlögn í Miðfirði, frá dælustöð í landi Syðri Reykja að Brekkulæk.  Það var oddviti sveitarfélagsins, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og fyrrverandi oddviti, Brynjólfur Sveinbergsson, sem í sameiningu ræstu dæluna en þann 2. desember sl. voru 43 ár síðan Brynjólfur ræsti dælu sem hleypti vatni á fyrsta hús á Hvammstanga.  Með því má segja að framkvæmdum hitaveitunnar í Miðfirði og Hrútafirði á árinu 2015 sé formlega lokið þá þó svo frágangur og uppsetning tengigrinda innanhúss taki einhverjar vikur í viðbót.  
readMoreNews

Opnunartími um jólahátíð í íþróttamiðstöð

Opnunartími yfir jólin 2015   Aðfangadag             kl. 10:00 - 13:00 – Jólabað. Frítt fyrir alla  Jóladagur                Lokað  Annar dagur jóla    Lokað  Gamlaársdagur       kl. 10:00 - 13:00  Nýársdagur             Lokað
readMoreNews

Laus störf í leik- og grunnskólum í Húnaþingi vestra

Umsóknarfrestur um eftirtalin störf er til 15. desember 2015
readMoreNews

Frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Í sumar og haust hafa staðið yfir miklar framkvæmdir hjá Hitaveitu Húnaþings vestra, í Miðfirði og Hrútafirði. Verklegum framkvæmdum hitaveitunnar er nú að mestu lokið og verður fyrsti áfangi tekinn formlega í notkun þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 14:30. Af því tilefni verður gestum og gangandi boðið að koma og fylgjast með í dæluhúsi Hitaveitu Húnaþings vestra á Laugarbakka
readMoreNews

Frá leikskólanum Ásgarði

Leikskólinn Ásgarður verður opinn frá klukkan 13.00 í dag 8. desember
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

263. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 10. desember 2015 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.    
readMoreNews