Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 13. desember 2012 tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir veitingasölu og þjónustustöð í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillagan var auglýst þann 30. júlí sl. með athugasemdafrest til 19. september sl.
Heimilissorp verður hirt á Hvammstanga og Laugarbakka í dag 17. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 27. desember og 7. janúar.
Í dreifbýli verður heimilissorp hirt 20. - 21. desember, næstu sorphreinsunardagar verða 2. - 3. janúar og 14. - 15. janúar.
Alla hunda á Hvammstanga og Laugarbakka ber að koma með til hundahreinsunar í Áhaldahús Húnaþings vestra Búlandi 3, fimmtudaginn 13. desember kl. 16.00-18.00. Við hreinsun berr að framvísa kvittun fyrir gildri ábyrgðartryggingu hundanna.
Húnaþing vestra óskar eftir tilboðum í íbúðarhúsið Brekkubæ á Borðeyri í Húnaþingi vestra. Um er að ræða einbýlishús byggt árið 1976 úr timbri. Íbúðarhúsið er á einni hæð alls 115,6 fermetrar.
Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2012 breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í landi Melstaðar í Miðfirði. Tillaga að breytingu skipulagsins var auglýst.