Sveitarstjórn Húnaþings vestra vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir aðalsjóð og fyrirtæki sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Félagasamtökum og einstaklingum í Húnaþingi vestra er hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu til einstakra verkefna á næsta ári er bent á að senda skriflegar og undirritaðar umsóknir þar um til sveitarstjóra.
Sunnudaginn 9. september mun sundlaugin halda upp á 30 ára afmæli sitt. Af því tilefni verður boðið upp á kaffi og kökur og frítt verður í sund og þrektækjasal.
Þann 10. september mun smíðavöllurinn verða hreinsaður fyrir veturinn. Þeir sem smíðuðu kofa á leikjanámskeiðinu og vilja halda honum, eru vinsamlegast beðnir um að sækja kofann fyrir næstkomandi mánudag.
Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði byggðasamlagsins, m.a. í Húnaþingi vestra. Sjá auglýsinguna hér.