Sunnudaginn 8 júlí kl.11.00 verður opnuð sýning á Bókasafninu um Jakob H. Líndal. Þetta er sýningin sem var í Víðihlíð í tengslum við málþing sem haldið var þar í apríl, um ævi og störf Jakobs.
Að undanförnu hefur talsvert borið á lausagöngu hunda á Hvammstanga. Með auglýsingu þessari eru hundaeigendur á Hvammstanga minntir á ákvæði samþykktar um hundahald þar sem m.a. er kveðið á um bann við lausagöngu hunda.
Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands verður haldinn laugardaginn 30. júní 2012. Kjörstaður í Húnaþingi vestra er í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga, gengið inn frá Kirkjuvegi. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur honum kl. 20:00. Samkvæmt lögum ber kjósendum að framvísa persónuskilríkjum sé þess óskað.