Tilkynningar og fréttir

Tilkynning frá leikskólanum Ásgarði

Tilnefnd til Orðsporsins 2014   Leikskólinn Ásgarður Hvammstanga, Guðrún Lára Magnúsdóttir er tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við þróunarverkefnið Leikur er barna yndi og innleiðingu flæðis í skólastarfi.
readMoreNews

Fréttatilkynning vegna stofnunar nýs byggðasamlags um þjónustu við fatlað fólk á vestanverðu Norðurlandi.

Á stofnfundi nýs byggðarsamlags sem haldin var í dag 29.janúar 2014 á Sauðárkróki, undirrituðu fulltrúar níu sveitarfélaga samþykktir nýs byggðarsamlags sem fengið hefur nafnið Rætur bs. Tilgangur  samlagsins er að fara með málefni fatlaðs fólks á vestanverðu Norðurlandi.  Aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins eru; Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.
readMoreNews

Álagning fasteignagjalda 2014

Álagningu fasteignagjalda  í Húnaþingi vestra árið 2014 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ár og eldri og til fyrirtækja.
readMoreNews

Söngvarakeppni Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldinn föstudaginn 17. janúar í Félagsheimilinu Hvammstanga. Húsið opnar kl. 20:00, keppni hefst kl. 20:30. 10. bekkur með sjoppu. Aðgangseyrir er 1500 kr. - enginn posi.
readMoreNews

Af gefnu tilefni

Borið hefur á því að hundaeigendur hirði ekki upp eftir hunda sína þegar þeir gera stykki sín á útivistarsvæðinu í Kirkjuhvammi og gönguleiðum sem þar eru. Hundaskítur getur borið smit á milli hunda og er afar óþrifalegur og hvimleiður fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins. Því hvetjum við hundaeigendur til hirða upp eftir hunda sína á útvistarsvæðinu Kirkjuhvammi og hvar sem er á opnum svæðum sveitarfélagsins.   Framkvæmda- og umhverfissvið
readMoreNews

Sveitarstjórnarfundur

229. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2014 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins
readMoreNews

Þú getur líka!

Forvarnna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR starfar að eflingu geðheilbrigðis með þrjú markmið í huga :   Að styrkja þá sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða til náms með námsstyrkjum sem veittir eru í samræaði við meðferðaraðila. Að draga úr fordómum með því að stuðla að aukinni og vandaðri fræðslu og umræðu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Að hvetja til aukinnar sérhæfingar í geðheilbrigðisþjónustunni.
readMoreNews

Húsaleigubætur 2014

Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og því þurfa allir sem telja sig eiga rétt á húsaleigubótum að sækja um húsaleigubætur fyrir 2014. Umsóknareyðublað er hægt að finna hér eða í Ráðhúsinu að Hvammstangabraut 5. 
readMoreNews