Tilkynningar og fréttir

Leikjanámskeið 2012

Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2006, 2005, 2004 og 2003 verður haldið dagana 29. maí – 8. júní og aftur 18. - 29. júní í Félagsmiðstöðinni Órion og verður frá kl. 08:00 – 12:00 Skráning fer fram í Ráðhúsi Húnaþings vestra sími 455 2400. Gjald fyrir hvert námskeiði er kr. 7.500- ,50% systkinaafsláttur.
readMoreNews

Leikjanámskeið 2012 starfskraftur

Starfskraft vantar við leikjanámskeið frá 29. maí til 8. júní og aftur 18. júní til 29. júní. Starfið er frá klukkan 08:00 til 12:00. Umsókn leggist í Ráðhús Húnaþings vestra f. 14 maí nk.
readMoreNews

Sumarstarfsfólk í íþróttamiðstöð óskast

Sumarstarfsfólk óskast til starfa í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Umsækjendur munu sjá um afgreiðslu, eftirlit í sundlaug og íþróttasal, þrif og fl. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára og þurfa að standast stöðupróf í sundi.
readMoreNews

Frá Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga

Opnunartími um páskana...
readMoreNews

Samskiptadagur

Miðvikudaginn 28.mars verður almennur íbúafundur um jákvæð samskipti í Félagsheimilinu á Hvammstanga.  Sjá auglýsingu um jákvæð samskipti HÉR.
readMoreNews

Úthlutunarreglur styrkja vegna aksturs í dreifnám í Húnaþingi vestra

Úthlutunarreglur styrkja vegna aksturs í dreifnám í Húnaþingi vestra má lesa hér.
readMoreNews

Auglýsing um skráningu í dreifnám

Sjá má auglýsingu og upplýsingar um skráningu í dreifnám hér.
readMoreNews

Starf við Grunnskóla Húnaþings vestra

Laust er til umsóknar tímabundið starf skólaliða við Grunnskóla Húnaþings vestra. Um er að ræða 50% starf. Vinnudagar eu ½ þriðjudagur en 8 - 16 fimmtudaga og föstudaga. Við leitum að áhugasömum, jákvæðum og þolinmóðum starfsmanni sem getur unnið bæði sjálfstætt og með öðrum.
readMoreNews

Grunnskóli Húnaþings vestra - Skólahreysti - Vesturlandsriðill

Eftir harða keppni við önnur lið í Vesturlandsriðli Skólahreysti, fóru leikar þannig að Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 1. sæti.  Keppnin fór fram í Íþróttahúsinu í Austurbergi og fór full rúta af nemendum með sem klapplið.  Innilega til hamingju með þennan flotta árangur!!
readMoreNews

Orðsending frá Hitaveitu Húnaþings vestra

Vegna bilunar í dælustöð hitaveitunnar verður lokað fyrir heita vatnið á Laugarbakka og Hvammstanga þriðjudaginn 6. mars 2012 frá klukkan 13:00 og fram eftir degi.
readMoreNews