Fjölskyldusvið Húnaþings vestra óskar eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins um þá aðila sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín í þágu samfélags okkar.
Óskum starfsfólki og íbúum Húnaþings vestra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Á jólatónleikum í Félagsheimilinu á Hvammstanga 6.des.2014 gaf nytjamarkaðurinn Gærurnar Tónlistarskóla Húnaþings vestra gjöf.kr.100.000 til hljóðfærakaupa.
Breyting á dagskrá litlu jóla Grunnskóla vegna veðurspár
Breyting á dagskrá litlu jóla vegna veðurspár
Litlu jólin hefjast kl. 8:30 á hefðbundnum tíma.
Matur verður í félagsheimilinu kl. 11:00 og skóla lýkur kl. 12:00.
Jólaball fellur niður.
Á Þorláksmessu kl. 16.00 verða haldnir Jólatónleikar í Félagsheimili Hvammstanga, þar sem tónlistarfólk úr Húnaþingi vestra spilar og syngur inn jólin.
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri flytur inngangsorð og kynnir atriðin.