Í tengslum við verkefnið Skólar á grænni grein sem leikskólinn Ásgarður er þátttakandi í höldum við umhverfisdag í Ásgarði
fimmtudaginn 2. júní næst komandi.
Svokallaður sláttuhópur á vegum Húnaþings vestra mun ekki sinna garðslætti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í sumar eins og fyrri ár, vegna hversu fámennt er í vinnuhópnum.
Grunnskóla Húnaþings vestra verður slitið föstudaginn 3. júní í Íþróttamiðstöð Hvammstanga kl. 10:00. Allir velkomnir.
Minnt er á óskilamuni sem hægt er að nálgast í skólanum fimmtudaginn 2. júní frá 8:00 - 16:00 og 3. júní frá 9:00 - 12:00. Að þeim tíma liðnum fer óskilafatnaður til Rauða krossins.
Skólastjóri
Úrslit eru komin í ljós í sundkeppni sveitarfélaga í hreyfiviku 2016
Eftir frábæra keppni náði Húnaþing vestra 4. sætinu með 184 synta metra á hvern íbúa og samtals 101.560 kílómetrar.
Til hamingju !
Úrslitin má sjá hérna
Nú er aðeins lokaspretturinn eftir í sundkeppninni.
Við stóðum okkur vel í gær og fórum úr 10. sæti upp í 6. sæti með 78 synta metra á íbúa. En við getum gert betur og væri ekki gaman að ná 4. sætinu?
Tillögur að nafni fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra
Tillögum að nafni á Grunnskóla Húnaþings vestra er hægt að koma á framfæri á vefsíðum skólans og Húnaþings vestra undir tenglinum Nafnatillögur grunnskóla 2016.
Vegna vinnu við hitaveitulögn verður lokað fyrir heitt vatn á Norðurbraut, Nestúni og Grundartúni frá kl 11:00-13:00 í dag fimmtudaginn 26.05.2016.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Hitaveita Húnaþings vestra
Frábært! Eftir fyrsta daginn í sundkeppninni á milli sveitafélaga eru við í 7. sæti með 19 m á hvern íbúa.
Þá er komið að fyrstu tölum úr Sundkeppni sveitarfélaga sem fram fer í Hreyfiviku UMFÍ dagana 23. – 29. maí.
Keppnin fer vel af stað. 39 sveitarfélög eru skráð til leiks í ár sem er aukning um fimm sveitarfélög frá því í fyrra.