FEGRUNARDAGAR 2016
-skorað er á fólk og fyrirtæki að taka höndum saman og taka virkan þátt í hreinsuninni-
Við hvetjum alla íbúa og sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja og rekstaraðila til að taka virkan þátt í átakinu og taka til í sínu nærumhverfi, raða upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er.
Dagana 4., 6. og 9. maí 2016 munu starfsmenn Húnaþings vestra fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka.
Í tilefni af vorhreinsuninni verður opnunartími Hirðu sem hér segir:
Fimmtudaginn 5. maí frá kl. 13:00-16:00
Föstudaginn 6. maí frá kl. 14:00-17:00
Laugardaginn 7. maí frá kl. 11:00-15:00
Mánudaginn 9. maí frá kl. 14:00-17:00