Tilkynningar og fréttir

Vinnuskóli Húnaþings vestra

Vinnuskólinn hefst 7. júní nk. 13-16 ára ungmenni hafa kost á að skrá sig í vinnuskólann. Óskað er eftir skráninum sem fyrst og eigi síðar en 15. maí nk.
readMoreNews

Atvinna

Starfsmann vantar til sumarafleysinga á skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu á Hvammstanga.  Starfið felst í almennum skrifstofustörfum. Æskilegt að starfsmaður hafi reynslu af skrifstofustörfum og geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi milli Kjalar og  LN sveitarfélaga.
readMoreNews

Breyting á Aðalskipulagi

Kynnt er breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi austan Norðurbrautar og norðan Hvammavegs. Breytingin felur í sér að 1,2 ha. opnu svæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði vestan við lóð sláturhússins.  Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst til umsagnar frá 13. apríl 2016 - 27. apríl 2016. Tekið hefur verið tillit til ábendinga sem fram komu. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að kynna  fyrirliggjandi tillögu í Ráðhúsinu frá 06.05.2016 til 11.05.2016, hana má einnig sjá HÉR.
readMoreNews

FEGRUNARDAGAR 2016

  -skorað er á fólk og fyrirtæki að taka höndum saman og taka virkan þátt í hreinsuninni-   Við hvetjum alla íbúa og sérstaklega forsvarsmenn fyrirtækja og rekstaraðila til að taka virkan þátt í átakinu og taka til í sínu nærumhverfi, raða upp heillegum hlutum og henda því sem ónýtt er.    Dagana 4., 6. og 9. maí 2016 munu starfsmenn Húnaþings vestra fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk á Hvammstanga og Laugarbakka. Í tilefni af vorhreinsuninni  verður  opnunartími Hirðu sem hér segir: Fimmtudaginn  5. maí frá kl. 13:00-16:00 Föstudaginn  6. maí frá kl. 14:00-17:00 Laugardaginn 7. maí frá kl. 11:00-15:00 Mánudaginn 9. maí frá kl. 14:00-17:00  
readMoreNews