Tilkynningar og fréttir

Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs

Lúðvík Friðrik Ægisson vélstjóri og með BSc í véla- og orkutæknifræði hefur verið ráðinn sem nýr sviðsstjóri veitu-, framkvæmda- og umhverfissviðs Húnaþings vestra.  Lúðvík starfaði áður sem tækni- og vélfræðingur hjá Hamar vélsmiðju.  Starf sviðsstjóra felst í að fara fyrir framkvæmda-, umhverfis- …
readMoreNews
Gott samstarf milli Kormáks og Hvatar í 5. flokki kvenna

Gott samstarf milli Kormáks og Hvatar í 5. flokki kvenna

Um sl. helgi fóru stúlkur úr 5. flokki kvenna á Goðamót í fótbolta á Akureyri. Kormáksstelpur skiptust á að spila einnig með Hvöt frá Blönduósi þar sem vantaði aðeins uppá leikmannahópinn þeirra.
readMoreNews
Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Íbúafundur - Verndarsvæði í byggð, Borðeyri

Húnaþing vestra hefur nú í undirbúningi umsókn til mennta- og menningarmálaráðherra um að elsti hluti Borðeyrar verði skilgreindur sem Verndarsvæði í byggð. Vegna þessa verður boðið til íbúafundar í Tangahúsi á Borðeyri miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 18:00. Þar verður tillaga um verndarsvæði kynnt fyrir íbúum og gefst þeim kostur á að bera upp spurningar og koma með athugasemdir. Verndarsvæði í byggð er byggð innan afmarkaðs svæðis sem nýtur samkvæmt ákvörðun ráðherra sérstakrar verndar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Markmið þeirra eru að vernda menningarsöguleg og listræn verðmæti, bæta umhverfið og auka aðdráttarafl hverfa og bæjarhluta. Á fundinum mun Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur kynna greinargerð um sögu Borðeyrar sem hann útbjó vegna þessa verkefnis ásamt því að gera grein fyrir tillögunni um verndarsvæði í byggð. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti. Allir velkomnir.
readMoreNews
Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Hvammstanga Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið Hvammstanga samkv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var áður auglýst frá 2.5.2017 - 14.7.2017, en vegna athugasemda sem komu fram var ákveðið að endurauglýsa breytta og endurbætta tillögu að undangegnum íbúafundi. Íbúafundur um tillöguna var haldinn þann 15. janúar 2018. Breytingar frá fyrri tillögu felast helst í því að lóðir við Tanga voru felldar út, rökstuðningur fyrir vali á íbúðarlóð bætt inn, breytingar á lóðarmörkum og ný rútustæði ásamt endurbættri fornleifaskráningu. Deiliskipulagssvæðið liggur vestan Strandgötu, Brekkugötu og Höfðabrautar og er samtals um 11 ha að stærð.
readMoreNews

Deiliskipulag við Borgarvirki

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti þann 8. febrúar 2018 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi Borgarvirkis í Húnaþingi vestra samkv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Tillagan var áður auglýst frá 13.12.2016 - 25.1.2017, við þá tillögu bárust athugasemdir sem brugðist var við og er núverandi tillaga í samræmi við það. Tillagan var samþykkt á 281. fundi Skipulags-og umhverfisráðs þann 6.4.2017 og staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar þann 11.4.2017. Vegna tæknilegra mistaka við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda um gildistöku skipulagsins þá er tillagan nú endurauglýst eins og hún var samþykkt í apríl sl. Tillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra frá 13. febrúar - 27. mars 2018 og á heimasíðunni: hunathing.is. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar er til og með 27. mars nk. Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.
readMoreNews
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

294. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 15:00 á Hótel Hvítserk, Þorfinnsstöðum.
readMoreNews
Breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar

Breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar

Kynnt er breyting á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 samkv. 2 mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi vegna breyttar legu Vatnsnesvegar á 700 metra kafla og nýju brúarstæði yfir Tjarnará ásamt 4 nýjum efnistökusvæðum.
readMoreNews