Göngum og réttum flýtt í Húnaþingi vestra vegna slæmrar veðurspár
Í framhaldi af fundi Almannavarnarnefndar Húnavatnssýslna sem haldinn var þann 26. ágúst sl. vegna slæmrar veðurspár um næstu helgi kom sveitarstjórn Húnaþings vestra saman til fundar ásamt fulltrúum fjallskiladeilda síðdegis þann sama dag. Á fundi sveitarstjórnar var samþykkt að skipa Leó Örn Þorleifsson, oddvita, Skúla Þórðarson, sveitarstjóra og Elínu R. Líndal, sveitarstjórnarmann í aðgerðarstjórn vegna óveðursins sem gert er ráð fyrir.