Tilkynningar og fréttir

Starf stuðningsfulltrúa við Grunnskóla Húnaþings vestra

Við Grunnskóla Húnaþings vestra er laust tímabundið starf stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um er að ræða 50-75% starf frá 1. október 2016 til 31. maí 2017. Vinnutími er á bilinu  8:00 til 15:00.
readMoreNews

Afsláttur af gatnagerðagjöldum

Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði  en lítillar eftirspurnar eftir lóðum fyrir íbúðahús samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að nýta tímabundið heimild til niðurfellingar gatnagerðargjalda í samræmi við 6. gr. laga nr. 153/2006 og 6. gr. samþykktar Húnaþings vestra um gatnagerðargjöld nr. 717/2013.  Um er að ræða 17 íbúðahúsalóðir á götum á Hvammstanga sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar.    
readMoreNews

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Ásgarði

Við leikskólann Ásgarð Hvammstanga er laus staða matráðs í 100% starf: Í Ásgarði er unnið eftir markmiðum manneldisráðs og lýðheilsustöðvar. Hreinlæti og snyrtimennska mikilvægur þáttur.
readMoreNews

Smábátaeigendur athugið

Vinsamlegast tilkynnið til skrifstofu Húnaþings vestra þegar bátar eru teknir á land eða settir niður. Sími á skrifstofu er 455-2400, einnig hægt að senda á netfangið skrifstofa@hunathing.is.
readMoreNews

Ertu með góða hugmynd?

Ertu með góða hugmynd og vilt aðstoð við að koma hugmyndinni í framkvæmd og jafnvel stofna fyrirtæki? SSNV stendur fyrir námskeiði í Húnaþingi vestra þar sem þátttakendur fá aðstoð við að vinna með eigin viðskiptahugmynd, koma hugmyndinni í framkvæmd og stofna fyrirtæki. Námskeiðið telur um 50 klukkustundir og hefst 19. september.
readMoreNews

Starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf skjalavarðar á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu og umsjónarmanns fjarnámsstofu. Um er að ræða 75% starf, 50% starf við héraðsskjalasafn og 25% við fjarnámsstofu . Athugið að starfshlutfall við héraðsskjalasafnið er á föstum viðverutíma en það sem snýr að fjarnámsstofu er óreglulegt og er sinnt eftir þörfum. Skjalavörður og umsjónarmaður fjarnámsstofu vinnur að skráningu skjala og varðveislu þeirra, hann ber ábyrgð á fjarnámsstofu og sér til þess að aðgengi nemenda að henni sé ávallt gott. 
readMoreNews
Hitamenning

Hitamenning

Hitamenning Sl. þriðjudag, 6. september sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu á Hvammstanga. Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi.  Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.
readMoreNews
Hitamenning

Hitamenning

Hitamenning Sl. þriðjudag, 6. september sl. var haldinn fundur um hitamenningu í félagsheimilinu á Hvammstanga. Mæting á fundinn var góð og fundarmenn almennt ánægðir með fróðleg og skemmtileg erindi.  Á fundinn mættu þeir Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkustofnun og ræddu um orkusparnað og verð á hita- og raforku.  Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi Húnaþings vestra ræddi um einangrun, raka og loftun, neysluvatn og byggingarleyfi vegna breytinga, og Skúli Húnn Hilmarsson rekstrarstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs fór yfir virkni orkumæla sem verið er að setja upp í sveitarfélaginu í stað rúmmetramæla.
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

273. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. september 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.     Dagskrá: Byggðarráð Fundargerð 918. frá 5. september sl. Skipulags- og umhverfisráð Fundargerð 273. fundar frá 1. september sl. Fræðsluráð Fundargerð 174. fundar frá 7. september sl. Skýrsla sveitarstjóra     Hvammstangi 5. september 2016 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.  
readMoreNews

SVEITARSTJÓRNARFUNDUR

273. fundur sveitarstjórnar Húnaþings vestra verður haldinn fimmtudaginn 8. september 2016 kl. 15:00 í Ráðhúsinu á Hvammstanga.     Dagskrá:
readMoreNews