Tilkynningar og fréttir

Færð vega á Víðidalstunguheiði

Færð vega á Víðidalstunguheiði

Nú loksins eru allir vegir á Víðidalstunguheiði opnir fyrir umferð en í sumar hafa þeir verið óvenju blautir og því lengur ófærir. Þó búið sé að opna allar leiðir eru einstaka kaflar leiðinlega mjúkir enn og vegfarendum bent á að fara með gát og ef vætutíð verður áfram er ekkert öruggt í þessum efnum. Sveitarfélagið á og rekur fimm gangnamannaskála á Víðidalstunguheiði sem eru leigðir út til gistingar og sér Júlíus Guðni Antonsson um bókanir og þjónustu við þá. Sími hans er 865 8177.
readMoreNews

Breyting á aðalskipulagi 2014 - 2026

Byggðaráð Húnaþing vestra samþykkti þann 12.júlí 2022 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 - 2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í fjölgun á nýjum efnistökusvæðum ásamt eldri námu við Laugarholt og er þegar raskað svæði við La…
readMoreNews
Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Unnur Valborg Hilmarsdóttir ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. Unnur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands (MPA), B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, viðbótardiplomu í rekstri og stjórnun frá EHÍ. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Þar áður var hún oddviti sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra. Hún starfaði um árabil við ráðgjöf og námskeiðahald, í eigin fyrirtæki og hjá Dale Carnegie á Íslandi.
readMoreNews