Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) auglýsa eftir framkvæmdastjóra. SSNV er þjónustu- og samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra og sér um mikilvæga sameiginlega málaflokka og hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu.
Skúli Þórðarson, sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra sl. 12 ár eða frá árinu 2002 lætur af störfum í dag 26. júní.
Erindi sem beina á til sveitarstjóra skal senda Guðrúnu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á netfangið gudrun@hunathing.is
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400.
Brunavarnaráætlun fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra 2014-2018 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 15. maí sl. Brunavarnaráætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörum í hverju sveitarfélagi .
Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju
Laus er til umsóknar staða sveitarstjóra Húnaþings vestra
Laus er til umsóknar staða sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Við leitum að öflugum sveitarstjóra
til að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu þess.
meira hér
Héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins hefur tekið fyrri ákvörðun sína um upprekstur hrossa í Kirkjuhvamm til endurskoðunar.
Heimild til uppreksturs hrossa er veitt frá og með 18. júní nk.